Nemendur og starfsfólk Vatnsendaskóla hlaupa til góðs þriðjudaginn 16. september í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið er góðgerðarhlaup og safna nemendur áheitum til styrktar góðu málefni.
Nemendur skólans kusu um það málefni sem þeir vildu styrkja og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus að hlaupa til styrktar Minningarsjóðs Bryndísar Klöru.
Við hlaupum með kærleikann í fyrirrúmi og hvetjum nemendur til að klæðast bleiku, eða með eitthvað bleikt á sér, í tilefni dagsins.