Hefð hefur skapast fyrir því í Vatnsendaskóla að halda vetrarhátíð daginn fyrir vetrarleyfi að hausti. Að þessu sinni var þemað hreyfing og leikir og áttu nemendur rólegan og ljúfan dag með samnemendum sínum og kennurum. Farið var í hreyfileiki, spil og ratleiki svo eitthvað sé nefnt. Dagurinn endaði svo með pylsupartýi í matsalnum og fóru nemendur glaðir og sáttir í vetrarleyfi.



