Vinaganga á baráttudegi gegn einelti

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Markmið dagsins er að hvetja til umræðu, fræðslu og viðburða sem miða að því að vinna gegn einelti, efla jákvæð samskipti og vekja athygli á mikilvægi virðingar og vináttu.

Í tilefni dagsins gengu nemendur og starfsfólk Vatnsendaskóla og Sólhvarfa saman í vinagöngu um hverfið í dag. Vinabekkir gengu saman og tilvonandi skólavinir fylgdu leikskólabörnunum af Sólhvörfum.

Nemendur höfðu útbúið baráttuspjöld fyrir gönguna og mátti sjá fjöldann allan af skiltum með fallegum boðskap.

Posted in Fréttir.