Hátíð réttindaskóla Unicef

Þann 24. nóvember 2022 fékk Vatnsendaskóli fyrst viðurkenningu fyrir að vera Réttindaskóli Unicef. Á þriggja ára fresti fara skólar í gegnum endurmat og fögnuðum við því í dag við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans að fá áframhaldandiu viðurkenningu sem Réttindaskóli Unicef. Í skólanum eru starfandi þrjú réttindaráð fyrir nemendur í 1. – 10. árgangi. Þar starfa nemendurnir við það að gera skólann okkar betri þannig að raddir allra nemenda fái hljómgrunn. Í dag fengu nemendur sem hafa setið í réttindaráði á árunum 2024 til dagsins í dag viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Sólveig Lea og Emma Guðrún spiluðu á þverflautu fyrir nemendur og héldu Guðný Rut, Sara Mjöll, Vida Von og Sólveig Lea ræðu fyrir hönd réttindaráðs um starf réttindaráðs og mikilvægi þess. Stóðu þær sig allar mjög vel. Við lukum svo hátíðinni með því að fá Væb bræður í heimsókn og náðu þeir upp mikilli stemningu hjá nemendum. Eftir hádegismat var svo boðið upp á ís fyrir alla nemendur skólans.

Við erum mjög stolt af því að hafa náð þessum áfanga og höldum ótrauð áfram vinnu að því að kynna Barnasáttmálann fyrir nemendum okkar hér í skólanum.

Posted in Fréttir.