Dagur íslenskrar tónlistar

Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur 1. desember ár hvert og er íslenskri tónlist gert hátt undir höfði. Í tilefni af deginum komu grunnskólanemendur saman um allt land og sungu sama lagið, á sama tíma, og tók Vatnsendaskóli að sjálfsögðu þátt. Í ár var það lagið Eitt af blómunum, eftir Pál Óskar Hjálmtýsson og Benna Hemm Hemm, sem nemendur sungu saman.

Posted in Fréttir.