Stafræn útgáfa skóladagatala fyrir alla leik- og grunnskóla og frístundastarf í Kópavogi er nú aðgengileg og geta foreldrar, forsjáraðilar og starfsfólk sótt dagatölin með einföldum hætti og þannig fengið yfirlit yfir helstu viðburði skólaársins, starfsdaga og leyfi.
Markmiðið er að styrkja upplýsingaflæði milli skóla og heimila og draga úr óvissu foreldra og forsjáraðila um skipulag skólaársins og auðvelda yfirsýn. Þá eru dagatölin liður í stefnu bæjarins um að efla stafræna þjónustu og bæta upplýsingagjöf.
Foreldrar og forráðamenn geta nú sótt stafrænar útgáfur dagatalanna og sett þær beint inn í sín eigin dagatalaforrit, hvort sem það eru Google Calendar, Outlook eða önnur kerfi sem styðja ICS-skráargerð. Með því að gerast áskrifendur fá notendur sjálfkrafa upplýsingar um skipulagsdaga, frídaga, skólaslit og aðra mikilvæga viðburði.
- Leiðbeiningar um notkun dagatalanna
- Stafræn útgáfa skóladagatals Vatnsendaskóla
- Stafræn útgáfa dagatals félagsmiðstöðva
- Allar stafrænar útgáfur af skóladagatölum leikskóla, Skólahljómsveitar og skóla í Kópavogi
Hér má lesa nánar um þetta á vef Kópavogsbæjar.
