Skákstarfið í Vatnsendaskóla hefur verið mjög öflugt í vetur. Fjölmörg skákmót voru haldin innan skólans svo sem haustmót, jólamót, árgangamót og stigamót. Sú nýjung var prófuð í vetur að að áhugasömustu skákmenn skólans tefldu í deildum einu sinni í mánuði óháð aldri. Sá sem fékk flest stig í deildum varð síðan skákmeistari skólans.
Nú á síðustu dögum þessa skólaárs eru nemendur að fá viðurkenningar fyrir góðan árangur í skák. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í árgangamótum og stigamótum og einnig fá stigahæstu skákmenn viðurkenningar fyrir að vera bestu skákmenn innan skólans. Gaman er að geta þess að þrír bestu skákmenn skólans eru einn af hverju aldursstigi.