Sinfóníutónleikar í Kórnum

Föstudaginn 2. júní fóru allir nemendur Vatnsendaskóla saman á tónleika með Sínfóníuhljómsveit Íslands og Skólahljómsveit Kópavogs. Tilefnið var 50 ára afmæli Skólahljómsveitarinnar. Nokkrir nemendur úr Vatnsendaskóla spiluðu með hljómsveitunum sem fluttu meðal annars lög úr kvikmyndum. Mikið var lagt í tónleikana og höfðaði tónlistarvalið vel til nemenda. Nemendur skólans bæði þeir sem tóku þátt og þeir sem hlýddu á stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum sínum til sóma.

Posted in Fréttir.