Innkaup námsgagna

Vatnsendaskóli í samráði við foreldrafélagið mun annast innkaup námsgagna fyrir nemendur skólans. Þeir foreldrar sem vilja nýta sér þessi innkaup greiða fyrir námsgögnin inn á reikning foreldrafélagsins fyrir skólaboðunardag 22. ágúst, á reikningsnúmer 536-4-200786, kt; 680306-0790. Merkja þarf inn á bankagreiðsluna nafn barns og árgang (t.d. 4.b ef barnið er í 4. bekk).

Gjald fyrir 1.- 4. bekk er 3800,- kr. Fyrir 5. – 7. bekk er gjaldið 3500,- kr. og 8. – 10. bekk 3000,- kr.

Innifalið í framangreindu gjaldi eru öll námsgögn, nema að nemendur í 5. til 10. bekk þurfa sjálfir að útvega sér lítil heyrnartól til nota með spjaldtölvum sínum. Einnig þurfa nemendur að útvega sér íþróttafatnað.

Ef foreldrar kjósa að sjá sjálfir um innkaup námsgagna fyrir börnin sín þá biðjum við ykkur að hafa samband við skrifstofu skólans til þess að fá innkaupalista.

Posted in Fréttir.