Foreldrafélag Vatnsendaskóla stendur fyrir fundi um skjánotkun barna þriðjudaginn 12. mars kl. 17:30 í hátíðarsal skólans.
Við höfum fengið góðan gest til að flytja erindi til að skoða málin frá ólíkum hliðum. Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL, mun ræða um hvað er heilbrigð skjánotkun.
Endilega skráið ykkur á viðburðinn sem stofnaður hefur verið á fésbókarsíðu foreldrafélagsins:
https://www.facebook.com/events/2378533002379886/
Vonumst til að sjá sem flesta!
Stjórn foreldrafélags Vatnsendaskóla