Nemendur læra að forrita með micro:bit

Menntamálaráðuneytið gefur öllum nemendum landsins, í 6.bekk, micro:bit smátölvu. Markmiðið með henni er að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna og auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, eins að efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga með hæfni í forritun hefur farið ört vaxandi. Sú þörf einskorðast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein þar sem tölvutækni kemur ekki við sögu. Forritunarvinna reynir ekki aðeins á rökhugsun heldur einnig hugmyndaauðgi, skapandi hugsun og lausnamiðaða nálgun og styrkir því nemendur á mörgum sviðum og býr þá undir verkefni framtíðarinnar.
Verkefnin sem við styðjumst við eru á http://krakkaruv.is/heimar/kodinn. Þar eru einnig ýmsar upplýsingar um micro:bit.
Posted in Fréttir.