Pangea stærðfræðikeppnin

Nemendur 8. og 9. bekkjar Vatnsendaskóla taka þátt í alþjóðlegri stærðfræðikeppni sem kennd er við Pangea. Keppnin hefur farið fram í 17 Evrópulöndum og var kynnt til sögunnar hér á Íslandi 2016. Þá voru 1000 nemendur sem spreyttu sig á verkefnunum en sú tala tvöfaldaðist í fyrra. Búist er við að enn fleiri bættist við í ár. Þetta eru skemmtileg verkefni þar sem engin hjálpargögn eru leyfð. Þau nálgast verkefnin algjörlega á sínum forsendum.

Keppninni er þrískipt. Í fyrstu umferð eru allir með sem skrá sig. Í annari umferð reyna þeir sem náðu bestum árangri sig aftur á svipuðum verkefnum. Í þriðju umferð er svo sérstök úrslitakeppni sem þeim sem best hafa staðið sig er boðið að koma saman og finna þar sigurvegara en það eru vegleg verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sætin. Þar eru líka skemmtiatriði og veitingar í boði.

Fyrsta umferðin er því núna 1. og 2. feb. og fer vel á því að dagur stærðfræðinnar er einmitt 2. febrúar. Þrátt fyrir öll verðlaun og sigurvegara þá er bara gaman að sjá krakkana leggja sig fram og gera sitt besta.

Posted in Fréttir.