Samskipti, félagsfærni og vinátta!

Foreldrafélag Vatnsendaskóla stendur fyrir fundi með Vöndu Sigurgeirsdóttur hjá KVAN í hátíðarsal skólans á miðvikudag kl. 17:30. Vanda hefur unnið gott starf með kennurum Vatnsendaskóla í vetur í átt að bættum skólabrag. Í erindi sínu mun Vanda segja frá þeirri vinnu en jafnframt fjalla um vináttu barna, félagsfærni og hvernig við foreldrar getum aðstoðað börnin okkar með að ganga vel í jafningjasamskiptum. Hún mun gefa okkur hagnýt ráð sem munu án efa nýtast okkur vel í foreldrahlutverkinu.

Við hvetjum alla foreldra til að mæta á þennan mikilvæga fund því að í sameiningu getum vð haft mikil áhrif til góðs – börnunum okkar til heilla. Endilega skráið ykkur inn á viðburð sem má sjá á fb síðu Foreldrafélags Vatnsendaskóla: https://www.facebook.com/events/375611096371455/ (Opnast í nýjum vafraglugga)

Posted in Fréttir.