Haustskákmót Vatnsendaskóla

Öllum nemendum í 2.-7. bekk í Vatnsendaskóla var boðið að taka þátt í haustskákmóti skólans sem fram fór síðari hluta nóvember og fyrri hluta desember. 158 nemendur skráðu sig og var keppendum skipt í aldursblandaða hópa. Að þessu sinni var haustmótinu skipt í strákamót og stelpumót og voru mun fleiri strákar sem skráðu sig til leiks. Fimmtudaginn 13. desember s.l. var teflt til úrslita og voru það þeir sem voru efstir á hverju móti sem kepptu þar.

Á haustmóti stráka voru úrslitin þessi:

1.    Tómas Möller 5. bekk

2.    Mikael Bjarki 4. bekk

3.    Guðmundur Orri 4. bekk

Á haustmóti stúlkna voru úrslitin þessi:

1.    Þórdís 7. bekk

2.    Þórhildur 3. bekk

3.    Hólmfríður 7. bekk

Posted in Fréttir.