Vináttuganga

Fimmtudaginn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti, það er því viðeigandi að helga hann vináttunni. Við ætlum að fara í vináttugöngu frá Vatnsendaskóla klukkan 10:15. Elstu börnin frá Sólhvörfum og Aðalþingi og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson fara með okkur í gönguna. Við   höldum öll saman í heimsókn til Sólhvarfa. Þar ætlum við að syngja saman nokkur vinalög og dansa.

Vikan hjá okkur hefur verið helguð vináttunni og hafa vinabekkir og árgangar unnið saman verkefni tengd vináttunni. Vináttan byggir á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki. Við þurfum að viðurkenna margbreytileika hópsins og koma fram við hvert annað sem jafningja. Bera virðingu hvert fyrir öðru og hafa hugrekki til þess að segja frá ef við sjáum aðra beytta órétti. Þannig líður okkur vel og við verðum sterk saman.

Posted in Fréttir.