Vinaliðaverkefni

Nú hefur fyrsta vika í Vinlaliðaverkefninu runnið sitt skeið. Það eru 28 börn í 3. – 4. bekk og 36 börn í 5. – 7.bekk sem voru kosin til starfa sem Vinaliðar fram til áramóta en þeirra hlutverk er að sjá um 5 mismunandi leikjastöðvar á skólalóðinni. Eftir áramót verður kosningin endurtekin og nýjir Vinaliðar taka til starfa. Þessi fyrsta vika gekk mjög vel og Vinaliðarnir voru allir mjög ábyrgir og áhugasamir um sitt hlutverk sem leikjastjórnendur. Nemendur skólans voru mjög áhugsamir um þessa nýbreytni og tóku virkan þátt í þeim leikjum sem var boðið uppá. Á tveggja vikna fresti er skipt um leikjadagskrá og fjölbreytni höfð í fyrirrúmi með val á leikjum.

Posted in Fréttir.