Kominn er í loftið námsvefur skólans. Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður til að einfalda aðgengi nemenda og foreldra að námsskipulagi og verkefnum. Á vefnum er að finna vikuáætlanir, heimavinnu, ýmsan fróðleik, ítarefni, uppskriftir, hugmyndir að hreyfingu og hlekki á vefsíður sem nýtast nemendum í náminu. Vefurinn er lifandi skjal og verður uppfærður reglulega. Hvetjum við ykkur til að kynna ykkur námsvefinn vel.
Linkur á námsvefinn er hér fyrir ofan fréttirnar á síðunni. Hann má einnig sjá hér.