Vinaliðar Vatnsendaskóla hafa nú hafið störf. Þetta er þriðja starfsár vinaliðaverkernisins hér í skólanum. Vinaliðaverkefnið er norskt eineltisforvarnarverkefni, það hefur á örfáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í 1000 skólum í Noregi. Yfir 200 skólum í Svíþjóð og 50 skólum á Íslandi. Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda.