Alþjóðlega forritunarvikan „Hour of Code“

Einn af föstu liðunum í desember er að taka þátt í forritunarvikunni „Hour of Code“ sem hefst á morgun, 5. des. Vatnsendaskóli hefur skráð sig til þátttöku undanfarin ár og hafa allir nemendur skólans verið með. Hér má sjá þátttöku á heimsvísu, það eru nemendur í 180 löndum sem taka þátt í ár. Fyrirkomulagið verður með öðru sniði þetta árið hjá okkur þar sem við getum ekki blandað árgöngum saman. Það hefur alltaf skapast falleg samvinna þegar eldri nemendur hafa aðstoðað þá yngri við forritunina. Nú mun hver bekkur forrita hjá sínum umsjónakennara. Á vefsíðu viðburðarins code.org má finna ógrynni af efni til forritunar, það er hægt að velja úr tungumálum og er íslenska þar á meðal. Við hvetjum nemendur til að forrita heima líka.

Posted in Fréttir.