Fimmtudaginn 25. mars kl: 18:00 mun Margrét Lilja, frá Rannsóknum og greiningu kynna fyrir foreldrum niðurstöður rannsóknarinnar Lýðheilsa ungs fólks og líðan í Vatnsendahverfi. Könnunin var lögð fyrir nemendur 8.-10. bekk í Vatnsendaskóla í febrúar og október 2020. Á kynningunni koma meðal annars fram upplýsingar um líðan barna, svefnvenjur, áhættuhegðun og annað áhugavert sem snýr að lífi ungmenna.
Gísli Þór Einarsson kennari og ráðgjafi hjá SÁÁ mun einnig fjalla um forvarnir gegn áfengis- og vímuefnum ásamt helstu einkennum efna og birtingarmynd þeirra.
Öllum foreldrum skólans er boðið á kynninguna en við hvetjum sérstaklega foreldra í 6. – 10. bekk að gefa sér tíma til að fylgjast með.
Fundurinn fer fram á TEAMS og gerum við ráð fyrir rúmri klukkustund.