Kæru nemendur og foreldrar, skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst. Vegna sóttvarnarráðstafanna og fjöldatakmarkanna verðum við með skólasetningu án foreldra í ár, líkt og í fyrra.
Tímasetningar eru eftirfarandi:
09:00 – 2. og 3. árgangar
09:30 – 4. og 5. árgangar
10:00 – 6. og 7. árgangar
12:30 – 9. og 10. árgangar
13:00 – 8. árgangur
Í 1.bekk verða sérstök skólaboðunarviðtöl og er sérstaklega boðað í þau.
Nemendur mæta í hátíðarsal skólans þar sem skólastjóri býður þá velkomna. Að því loknu fara þeir með umsjónarkennurum í stofurnar og síðan heim
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst. Þann dag opnar frístundin eftir skóla fyrir nemendur í 1. – 4. árgöngum sem hafa verið skráðir.