Vatnsendaskóli tekur þátt í tveimur Erasmus+ verkefnum í vetur. Verkefnin eru valáfangar í 8.-10. árgöngum. Verkefnið, Eco thinking for Eco living hófst með formlegum hætti þann 26. september sl. með heimsókn til okkar. Nemendur, kennarar og stjórnendur lögðu mikla vinnu á sig til að dvöl þátttakenda yrði sem lærdómsríkust. Það var dásamlegt að fylgjast með öllum sem tóku þátt í verkefninu. Nemendur stóðu sig með miklum sóma. Margar ferðir voru farnar þessa viku, sem dæmi var Hellisheiðarvirkjun heimsótt ásamt því að fara Gullna hringinn, þá var farið í Perluna, upp að gosi, Gunnuhver skoðaður, Brúin milli heimsálfa heimsótt, miðbærinn skoðaður, við fengum heimsókn frá Landsvirkjun, fengum kynninu í Friðheimum og borðum dásamlega tómatsúpu og nýbakað brauð, heimsóttum Hveragarðinn, stórskemmtilegur kvöldverður í skólanum með foreldrum og margt annað. Við viljum hrósa og um leið þakka foreldrum og nemendum fyrir gott samstarf, án ykkar væri þetta ekki framkvæmanlegt. Við erum mjög spennt fyrir komandi vetri.
Erasmus+ vikan einkenndist af virðingu, vináttu, samvinnu og skapandi starfi