Búninga-og sparinestadagur

Föstudaginn 29.október ætlum við að hafa búninga- og sparinestadag í Vatnsendaskóla. Margir árgangar eru að vinna í námstengdu þema í anda Hrekkjavökunnar vikuna 27.10 – 29.10 og því ákveðið að bjóða nemendum uppá að mæta í búning þennan dag.

Sparinesti er sætmeti t.d súkkulaðikex, kökusneið, snúður, kleinuhringur og djús/kókómjólk en EKKI gos, nammi, snakk eða popp. Tekið skal fram að nemendur mega líka vera með sitt venjulega nesti ef þeir kjósa það frekar.

Posted in Fréttir.