Þriðjudaginn 9.nóvember, kl. 17:30 býður foreldrafélag skólans upp á rafræna fræðslu frá SAFT. Yfirskrift fræðslunnar er „Stafrænt uppeldi – Fræðsla fyrir foreldra um uppeldi á tímum stafrænnar byltingar“. Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur SAFT í miðlanotkun barna sér um fræðsluna. Þennan sama dag kemur Sigurður í Vatnsendaskóla og verður með fræðslu fyrir nemendur í 5. – 10.bekk.
Í erindinu mun Sigurður fara yfir notkun barna og unglinga á netinu en stór hluti félagslífs barna fer nú fram á samfélagsmiðlum og öðrum netmiðlum. Rætt verður um helstu samfélagsmiðla og samskiptaleiðir barna og unglinga við vini og ókunnuga, myndbirtingar, neteinelti o.fl. Farið verður yfir hvernig best sé fyrir foreldra að ræða við börn um hegðun og öryggi á netinu en fjölmargir foreldra eiga í vandræðum með það í nútíma samfélagi.
Í ljósi fjölgunar kórónusmita í samfélaginu var ákveðið að hafa fræðsluna rafræna. Linkur á fræðsluna verður sendur foreldrum í tölvupósti.