Bebras áskorunin

Nemendur skólans á mið- og unglingastigi tóku þátt í  Bebras áskoruninni. Áskorunin er alþjóðleg og er keyrð í flestum löndum í byrjun nóvember, ár hvert.  Áskorunin felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni meðal nemenda.  Í Bebras áskoruninni leysa þátttakendur skemmtilegar þrautir sem byggja á hugsunarhætti forritunar við úrlausn þeirra. Þrautirnar eru 15 talsins sem nemendur leysa á 45 mínútum. Hægt er að lesa meira um Bebras áskorunina á bebras.is

Posted in Fréttir.