Góðgerðarsöfnun

Eins og undanfarin ár erum við með góðgerðarsöfnun á aðventunni sem starfsfólk og nemendur Vatnsendaskóla taka þátt í. Í ár höfum við ákveðið að styrkja minningar og styrktarsjóðinn Örninn www.arnarvaengir.is. Minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn býður upp á helgardvöl og samverur fyrir börn og unglinga sem hafa misst náinn ástvin. Þjónustan er þátttakendum að kostnaðarlausu en verkefnið reiðir sig á styrki auk þess sem allir starfsmenn eru sjálfboðaliðar. Við minnum á að margt smátt gerir eitt stórt. Baukurinn er staðsettur á skrifstofu skólans frá 3. desember en aðalsöfnunarvika er 7.-11. desember.

Posted in Fréttir.