Vasaljósagöngur

Á þessum tíma árs eru vasaljósagöngur á útikennslusvæði skólans vinsælar. Í morgun fóru tveir árgangar saman, 1. og 5. bekkur, í fallegu veðri. Nemendur í þessum tveimur árgöngum eru skólavinir. Á útikennslusvæðinu var kveikt upp í eldstæði og nemendum sögð jólasaga á meðan þeir gæddu sér á heitu kakói og smákökum. Þetta var mjög vel heppnað og það var gaman að sjá hversu vel eldri nemendurnir pössuðu upp á þá yngri.

Posted in Fréttir.