Dagur íslenskrar tungu er í dag. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar. Við héldum upp á daginn með hátíð í íþróttasal skólans þar sem allir nemendur og starfsfólk komu saman. Hátíðin var sett af Maríu skólastjóra síðan tók kór Vatnsendaskóla nokkur lög. Stóra upplestrarkeppnin var kynnt og fulltrúi skólans í fyrra; Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, las upp ljóð. Úrslit úr lestrargleðinni voru kynnt og voru það nemendur í 6. árgangi sem báru sigur úr bítum. Það er gaman að segja frá því að nemendur skólans stóðu sig með sóma og hátíðin tókst afar vel. Sjá má myndir á FB síðu skólans.