Bebras áskorunin

Bebras áskorunin var í síðustu viku. Líkt og undanfarin ár tók Vatnsendaskóli þátt í henni. Að þessu sinni voru það nemendur á unglingastigi og nemendur í 6. árgangi. Bebras áskorunin er alþjóðlegt verkefni til að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rök- og tölvuhugsun meðal nemenda á öllum skólastigum. Áskorunin fer fram samtímis í mörgum löndum í nóvember ár hvert. Bebras er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni og árið 2021 voru rúmlega 3 milljónir þátttakenda frá 54 löndum (sjá nánar á www.bebras.is).  Áskorunin var keyrð í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015 og í fyrra voru um 2100 nemendur úr 24 skólum sem tóku þátt.  Í Bebras er könnuð rökhugsun og tölvufærni þátttakenda við að leysa skemmtileg verkefni og þrautir.

Posted in Fréttir.