Í dag fékk Vatnsendaskóli þá viðurkenningu að verða réttindaskóli Unicef. Innleiðing Barnasáttmálans hófst haustið 2019 og hefur samstarfið með nemendunum verið gefandi og ánægjulegt. Nemendur skólans hafa fengið fræðslu um sáttmálann, réttindi sín og réttindi barna um allan heim. Í skólanum er starfandi Réttindaráð með nemendum frá 3.- 10.bekk. Nemendurnir starfa við það að gera skólann okkar betri þannig að raddir allra nemenda fái hljómgrunn. Hefur Réttindaráð skólans unnið hörðum höndum við að kynna starfsemi ráðsins og er skólinn nú með hugmyndakassa þar sem nemendur geta komið hugmyndum sínum á framfæri. Markmið er að skólinn okkar tryggi að börn þekki réttindi sín og þau hafi áhrif á allt starf skólans, þ.e. eigið nám og aðstæður innan skólans.