Rithöfundur í heimsókn

Gunnar Helgason  kom í heimsókn í dag og las uppúr nýjustu bók sinni, Bannað að ljúga, fyrir nemendur í 3. – 8. bekk. Nemendur voru feikilega ánægð og skemmtu sér vel.

Bókin fjallar um Alexander Daníel Hermann Dawidsson (ADHD) og Sóleyju sem eiga í deilum við eineltissegg og glæpamann. Auk þess þarf Alexander að kljást við ADHD-ið sitt sem er stundum til trafala en hjálpar honum líka, sérstaklega þegar hann þarf að bjarga mannslífum.

Upplestur Gunnars var sá fyrsti fyrir jól en hefð er fyrir því hjá okkur í Vatnsendaskóla að fá höfunda til að lesa uppúr verkum sínum í aðdraganda jóla.

Posted in Fréttir.