Vatnsdropinn er alþjóðlegt barnamenningarverkefni Kópavogsbæjar þar sem unnið er með norrænar barnabókmenntir, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og umhverfismál.
3. og 5. bekkir Vatnsendaskóla tóku þátt í verkefninu og unnu verkefni út frá sögum úr sagnaheimi H.C. Andersen og Astrid Lindgren. Nemendur skoðuðu sögupersónur, náttúruna í sögunni, ræddu hvaða hljóð þau heyra í náttúrunni og hvernig hægt er að nýta náttúruna í tónlist, ljóðagerð og myndlist. Verkefnin verða til sýnis í Smáralind á Barnamenningarhátíð 18.-23. apríl.

Vatnsdropinn
Posted in Fréttir.