Í dag, 8. nóvember, var okkar árlegi baráttudagur gegn einelti þar sem gengið var fyrir vináttu. Þessi uppbrotsdagur er helgaður því málefni. Vinabekkir ásamt elstu nemendum Sólhvarfa gengu saman fyrir vináttu og gegn einelti. Genginn var stuttur hringur út frá skólanum í frábæru veðri.
Vikan er helguð vináttu hjá okkur í Vatnsendaskóla, vinabekkirnir hittast, ýmis verkefni eru unnin tengd vináttu og haldnir bekkjarfundir þar sem kennarar leggja áherslu á umræður um einelti, afleiðingar þess og fyrirbyggjandi leiðir.