Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu, 16. Nóvember, var haldinn hátíðlegur í Vatnsendaskóla. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar. Við héldum upp á daginn með hátíð í íþróttasal skólans þar sem allir nemendur og starfsfólk komu saman. Hátíðin var sett af Maríu skólastjóra. Tónlistaratriði voru flutt og nemendur sem tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd skólans lásu upp stutta texta. Það er gaman að segja frá því að hátíðin tókst vel.

Posted in Fréttir.