Vatnsendaskóli hlaut styrk að upphæð 150.000 kr. til kaupa á minni tækjum til forritunar- og tæknikennslu frá sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Sjóðurinn er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.
Skólinn keypti 10 Blue-Bot (býflugu) róbóta ásamt 4 borðum fyrir róbótana. Með Blue-Bot læra yngstu nemendurnir að forrita og stjórna á lærdómsríkan hátt. Forritunar kennsla byrjar á yngsta stigi í Vatnsendaskóla og Blue-Bot kemur til með að nýtast vel þar.
Við þökkum Forriturum framtíðarinnar kærlega fyrir styrkinn.