Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum miðvikudaginn 26. mars. Fulltrúar Vatnsendaskóla voru þær Emma Guðrún, Rakel Fjóla og  Viktoría Von sem var varamaður. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og varð Emma Guðrún í öðru sæti í keppninni. Þær voru skóla sínum og sjálfum sér  til mikils sóma. Við óskum Emmu Guðrúnu innilega til hamingju með 2. sætið.

Posted in Fréttir.