Morgunfundur með foreldrum

Morgunfundur með foreldrum verður haldinn miðvikudaginn 8. apríl n.k. kl: 8:30-9:30 í hátíðarsal skólans. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hlutverk fullorðinna í uppeldi barna, að undirbúa þau fyrir lífið. Hvernig getum við stuðlað að aukinni valdeflingu barna, með áherslu á að börn fái tækifæri til að auka áhrif á eigið líf með aðstoð okkar fullorðnu. Hvað getum við gert sem einstaklingar í uppeldi og samskiptum við börn. Hvað er mikilvægt að við gerum sem heild, sem þorpið sem þarf til að ala upp börn með áherslu á þá samfélagslegu skyldu og ábyrgð sem við sem samfélagsþegnar höfum gagnvart börnum, öllum börnum ekki bara okkar eigin. Fyrirlesarar eru Jóhann Pétur Herbertsson, fjölskyldufræðingur og Elísabet Jónsdóttir, meistaranemi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf .

Við óskum eftir að foreldrar skrái sig á fundinn til að áætla fjölda og vonumst eftir að sem flestir láti sjá sig.

Skráning fer fram hér: https://forms.gle/Y4VDTQNkmDjJ5DKF6

Boðið verður upp á spjall og kaffi að loknum fyrirlestri.

Posted in Fréttir.