Íslandsmót barnaskólasveita í skák 2017 fyrir nemendur í 1.-3. bekk fór fram laugardaginn 25. febrúar s.l. Vatnsendaskóli sendi fjórar sveitir á mótið ásamt varamönnum þannig að 19 nemendur skólans tóku þátt í mótinu.
Allir nemendurnir stóðu sig afar vel á mótinu. A-sveit skólans varð Íslandsmeistari nemenda í 1.-3. bekk. Allar sveitir Vatnsendaskóla unnu sigur í sínum flokki og fengu gullverðlaun. Þetta er glæsilegur árangur hjá krökkunum og gat ekki orðið betri. Við óskum nemendunum innilega til hamingju með frábæran árangur.
Gott gengi skákliða Vatnsendaskóla á Íslandsmóti barnaskólasveita
Posted in Fréttir.