Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólum Kópavogs var haldin fimmtudaginn 23. mars, í  Salnum. Þar komu saman 18 nemendur úr 7.bekkjum og kepptu í upplestri. Sigríður Lára og Sól tóku þátt fyrir hönd Vatnsendaskóla og stóðu þær sig báðar með prýði og erum við mjög stolt af þeim. Sigríður Lára lenti í öðru sæti í keppninni. Við óskum henni innilega til hamingju með áfangann.

Posted in Fréttir.