Ekki hefur verið samið við starfsmenn Eflingar í Kópavogi, þess vegna er mötuneyti skólans lokað. Nemendur þurfa að koma með nesti í skólann. Einnig þurfa nemendur að koma með þá hluti sem þeir þurfa að nota til þess að matast, við getum ekki lánað neina hluti úr eldhúsi t.d. grill, vatnskönnur, glös né hnífapör. Einnig er ekki hægt að bjóða upp á heitt vatn eða að hita í örbylgjuofni. Það er vegna þess að starfsmenn Eflingar sjá um þrif á öllum slíkum áhöldum.