Breytingar á skólahaldi sem framundan eru vegna samgöngubanns

Í ljósi blaðamannfundar stjórnvalda sem var í morgun kl. 11:00, þá fer nú af stað vinna í skólanum í samráði við menntayfirvöld hjá Kópavogsbæ við að útfæra það sem rætt var á fundinum.

Upplýsingar verða sendar út þegar við vitum meira en biðjum foreldra um að sýna því skilning að við þurfum að gefa okkur tíma til að funda með okkar fólki og útfæra skólastarf í framhaldi af þeim aðstæðum sem nú eru. Skólastjórnendur, ritari eða kennarar geta ekki gefið nánari upplýsingar á þessari stundu.

Skólahald í dag verður áfram með sama hætti, utan valtíma hjá unglingadeild sem falla niður eftir kl. 14:00 vegna funda stjórnenda með starfsfólki.

Ákveðið hefur verið að á mánudag 16.03 verði skipulagsdagur í grunnskólum Kópavogs svo unnt verði að undirbúa þær breytingar sem framundan eru á skólastarfi.

Við sendum skilaboð til ykkar um leið og nánari útfærsla varðandi skólastarf og frístund liggur fyrir.

Posted in Fréttir.