Breytingar á skólastarfi Vatnsendaskóla vikuna 16. – 20 mars

  1. og 2. árgangur mætir kl. 8:30 og er í kennslu til 12:00.
  1. og 4. árgangur mætir kl. 8:45 og er í kennslu til 12:15.
  1. árgangur mætir kl. 9:00 og er í kennslu til 12:30.
  2. árgangur mætir í skólann á þriðjudag og fimmtudag í þessari viku kl. 8:10 til 11:20. Nemendur verða í fjarkennslu miðvikudag og föstudag.
  1. árgangur mætir í skólann miðvikudag og föstudag í þessari viku kl. 8:10 til 11:20. Nemendur verða í fjarkennslu þriðjudag og fimmtudag.
  1. árgangur mætir í skólann þriðjudag og föstudag í þessari viku kl. 8:30 til 11:55. Nemendur verða í fjarnámi þá virku daga sem þau mæta ekki í skóla
  1. árgangur mætir í skólann á miðvikudag í þessari viku kl. 8:30 til 11:55. Nemendur verða í fjarnámi þá virku daga sem þau mæta ekki í skóla.
  1. árgangur mætir í skólann á fimmtudag í þessari viku kl. 8:30 til 11:55. Nemendur verða í fjarnámi þá virku daga sem þau mæta ekki í skóla.

 

Allir nemendur þurfa að taka með sér nesti og þau áhöld sem þeir þurfa á að halda til þess að matast. Nemendur munu borða nesti á kennslusvæðum. Ekki verður hádegismatur á meðan á verkfalli skólaliða stendur.

Í pósti frá kennurum fáið þið upplýsingar um hvar í skólahúsnæðinu hver árgangur er. Skólinn verður læstur og taka kennarar á móti nemendum þegar þeirra skólatími hefst. Við þurfum að gæta þess að þau komi inn í nokkrum hópum til þess að ekki myndist troðningur. Við förum eftir tilmælum Landlæknis og Almannavarna varðandi hópastærðir og skipulag skólastarfs. Mikil áhersla verður lögð á þrif og sótthreinsun.

Við biðjum ykkur um að fylgjast mjög vel með tölvupósti frá umsjónarkennurum. Þetta skipulag gildir fyrir þessa viku og verður endurskoðað miðað við stöðuna sem uppi er á hverjum tíma.

Á næsta mánudag 23.03 er skipulagsdagur í Vatnsendaskóla samkvæmt skóladagatali og förum við þá aftur yfir málin hjá okkur.

Við leggjum bjartsýn af stað inn í breytt skipulag með nemendum okkar og biðjum foreldra um að sýna því skilning að skólahúsnæðið verður læst til þess að koma í veg fyrir umferð um húsnæðið. Ef foreldrar þurfa að koma skilaboðum til okkar, eða hitta á stjórnendur þá bendum við á tölvupóst eða hafa samband í síma 4414000.

Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef börn þeirra mæta ekki í skólann þessa daga.

Posted in Fréttir.