Teiknimyndasamkeppni

Nemendur í 4.Sóleyjar tóku þátt í teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Keppnin er haldin í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Mennta- og menningarmálaráðherrann Lilja Dögg Alfreðsdóttir tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum fjórða árið í röð. Tæplega 2.000 myndir bárust í keppnina í ár frá 89 skólum og ljóst að öll fyrri þátttökumet hafa verið slegin en að jafnaði hafa innsendar myndir verið um 1.000-1.500 talsins. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Hekla María Þórhallsdóttir nemandi í 4.Sóleyjar er einn að vinningshöfunum. Við óskum henni innilega til hamingju.Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur. Myndina hennar Heklu má sjá hér. Hér má lesa meira um keppnina.

 

Posted in Fréttir.