Lestrarsprettur

Næstu tvær vikurnar verður lestrarsprettur hjá öllum árgöngum Vatnsendaskóla. Átakið hefst í dag mánudaginn 3. maí og lýkur 12. maí.

Þessar vikur lesa nemendur eins mikið og þeir mögulega geta.  Nemendur eiga að lesa í heimalestrarbókum og einnig öðrum bókum sem þeir velja sér.  Nemendur skrá allan lesturinn, hvort sem hann er heima eða í skólanum og lita þar til gerðar klukkur sem þeir fá hjá umsjónarkennurum sínum.

Við hvetjum alla nemendur til að vera duglega að lesa.

 

 

Posted in Fréttir.