Comenius

Comeniusarverkefni

1. Respect: Think globaly, act localy

1., 4.,  5. og 6. bekkur tók þátt í verkefninu fyrir hönd skólans skólaveturinn 2010-2011.Í verkefninu voru auk Vatnsendaskóla skólar í Wales, Írlandi, Þýskalandi og Tyrklandi. Haust 2010 komu 30 kennarar og nemendur í heimsókn í Vatnsendaskóla frá þessum löndum og fengu að kynnast skólamenningunni okkar. Meðan á fundinum stóð fóru fram fundir á netinu, komið var á ,,gamaldags“ pennavinum og einnig var sett upp vefmyndavél til að nota til samskipta. Stjórnandi verkefnisins var Björk Hlöðversdóttir en verkefnið hófst haustið 2009 og því lauk  vorið 2011.

Heimasíða verkefnisins: http://twiiger.wordpress.com/ 

Myndbönd:

Ecological footprint – 1. bekkur:http://www.youtube.com/watch?v=-LLWQESQ7M8

Hydro-electricity – 4. bekkur:http://www.youtube.com/watch?v=r6L5TtEKmHI 

Recycling –6. bekkur:http://www.youtube.com/watch?v=1Os1QSdK-7Q 

2. Smart Homes in Europe: Science, Math and Art

Verkefnið var tengt orkuöflun heimila. 3. bekkur og 7. bekkur í Vatnendaskóla tók þátt í verkefninu fyrir hönd skólans. Í verkefninu voru auk Vatnsendaskóla skólar frá Ítalíu, Póllandi, Grikklandi, Eistlandi og Noregi.

Börnin áttu í bréfasamskiptum þar sem þau veltu fyrir sér þróun og sögu landanna og hvernig orkuöflun þróaðist með mismunandi hætti eftir löndum. Myndmennt og smíði voru tengd verkefnavinnunni. Í maí 2011 komu 17 einstaklingar frá þátttökulöndunum í Vatnsendskóla til að kynnast skólamenningunni okkar. Guðrún Soffía skólastjóri og Birna Hugrún deildarstjóri stjórnuðu verkefninu sem hófst haustið 2010 og lauk vorið 2012.

Heimasíða verkefnisinshttp://smarteurope.weebly.com/index.html