Dagskrá veturinn 2018 – 2019
Athugið að dagskráin er ekki tæmandi og getur tekið breytingum. Eflaust munu einhverjir viðburðir bætast við á vorönn. Hver viðburður verður kynntur sérstaklega þegar nær dregur.
4. OKTÓBER – BEKKJARFULLTRÚAFUNDUR
Fundur með bekkjarfulltrúum og námskeið um hlutverk bekkjarfulltrúa. Meðal annars verður kynntur Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla sem er gott stuðningstæki fyrir foreldra. Bekkjarfulltrúar hvattir til að halda fundi í sínum árgöngum til að stilla saman strengi fyrir komandi vetur. Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og foreldri í Vatnsendaskóla sér um fræðsluna.
31. OKTÓBER – HALLOWEEN BALL
Halloween ball fyrir miðstig skólans. Krakkarnir mæta uppáklædd í tilefni dagsins og skemmta sér. Kosið um besta búninginn. Viðburðurinn er í umsjá 10. bekkjar og haldinn í samvinnu við Dimmu.
29. NÓVEMBER – JÓLABINGÓ
Foreldrar og börn koma saman og taka þátt í skemmtilegu jólabingói. Veglegir vinningar í boði og kaffisala á staðnum. Bingóið verður tvískipt; yngri árgangarnir fyrst og síðan þeir eldri. Viðburðurinn er í umsjá 10. bekkinga og þeirra foreldra.
6. FEBRÚAR – RAVE BALL
Diskótek fyrir miðstig í umsjá 10. bekkinga og þeirra foreldra.
19. MARS – SKÍÐADAGUR
Ætlunin er að fara í Bláfjöll og eiga góðan dag saman. Skíðadagurinn hefur verið haldinn tvisvar áður og er farinn að skapa sess í vetrarstarfi foreldrafélagsins. Eins og undanfarin ár verður rútuferð frá skólanum. Börn á yngsta stigi eru hjartanlega velkomin, en verða að vera í fylgd með fullorðnum.
4. APRÍL – PÁSKABINGÓ
Bingóið verður á sínum stað. Bingóið verður tvískipt; yngri árgangarnir fyrst og síðan þeir eldri. Umsjón er í höndum 10.bekkinga.
MAI – HJÓLAFIX
Í maí ætlum við að vera með hjóla mix og fix dag í skólanum. Þá geta krakkarnir komið með hjólin í skólann og fengið aðstoð við að pumpa smyrja og stilla. Síðan fáum við okkur hressingu og prufukeyrum græjurnar þannig að allt verði klárt fyrir Stóra hjóladaginn
MAÍ – HJÓLADAGUR
Hjólað saman á skemmtilegan stað þar sem við munum grilla pylsur og eiga skemmtilega stund saman.
8. JÚNÍ – VORHÁTÍÐ
Á hverju ári fögnum við skólaslitum með því að blása til veglegrar vorhátíðar. Gert er ráð fyrir að vorhátíðin verði með svipuðu sniði og undanfarin ár.