Netnám

Netnám

Kennarar á unglingastigi nota Moodle-kerfið sem skólar víðsvegar um landið hafa aðgang að. Markmiðið með notkun moodle netnámsins er að gera nemendur sjálfstæðari í eigin námi og auðvelda allt utanumhald á námsefni og í leiðinni auka aðgengi að kennsluefni á vefnum. Í gegnum síðuna safna kennarar saman öllum þeim upplýsingum sem hjálpa nemendum að auka færni sína en einnig skila þeir öllum verkefnum í gegnum netnámið og taka heimapróf. Með netnáminu gefast tækifæri á að færa kennsluna út fyrir kennslustofuna og að auðvelda nemendum að nálgast það efni sem hentar þeim best til að þeir geti bætt sig í námi. Nemendur geta miðað námið betur að eigin þörfum með því að horfa á myndbönd eða lesa glósur eins oft og þurfa þykir. Með kerfinu minnkar prentun til muna sem er umhverfisvænt og fjárhagslega jákvætt.

http://netnam.reykjavik.is/