Erasmus

Erasmus+ er samstarfsáætlun Evrópusambandsins sem  sameinar mennta -, æskulýðs – og íþróttamál  undir einn hatt. Markmið Erasmus+ er tvíþætt; styðja við verkefni sem miða að því að auka færni og hæfni einstaklinga til að takast á við störf framtíðarinnar og tryggja nútímavæðingu mennta- og æskulýðskerfa innan þátttökulandanna sem taka þátt í Erasmus+.

 

Skólaárið 2023 – 2024 tekur skólinn þátt í tveimur Erasmus verkefnum sem heita Streams og Astr@ctive.

STREAMS er í samstarfi við samstarfskóla í Portúgal, Tyrklandi, Póllandi, Grikklandi og Spáni.

Markmiðið með samstarfinu og markmið Streams verkefnisins eru:

  • Stuðla að þróun, fylgjast með og meta vitund, þekkingu, færni og viðhorf nemenda. Einkum með áherslu á stór málefni í samfélaginu eins og t.d loftlagsbreytingar, sjálfbæra þróun og umhverfisvernd.
  • Að auka þátttöku og ábyrgð nemenda með áherslu á málefni líðandi stunda og áhuga. Til að gera þær breytingar til framtíðar svo samfélag þróist.
  • Auka þekkingu á samþættingu námsgreina og að önnur lönd læri af Íslandi og við að þeim. Heiti verkefnis er STREAMS sem vísar í tengingu við ákveðnar námsgreinar og höfum við ákveðið að íslenska heitið verði Straumur.
  • Auka vitund nemenda á eigin námi og gera þá enn meðvitaðri um þróun þess.
S Vísindi (náttúrufræði)
T Tækni (Upplýsingatækni)
R Lestur – Íslenska
E Umhverfisvernd
A Listir ( List & verkreinar)
M  Stærðfræði
S Sjálfbærni
Astr@ctive er í samstarfi við samstarfskóla í Portúgal, Ítalíu, Grikklandi, Rúmeínu, Hollandi, Kýpur og Spáni (Kanarí eyjar).

Verkefnið hófst í byrjun janúar 2023 og á að ljúka í mars 2025, það fjallar um, að samþætta hreyfingu og stjörnufræði. Löndin vinna að því í sameiningu að búa til leikjabanka sem hjálpar nemendum að læra námsefnið í gegnum leik. Á þessu tímabili eru farnar þrjár nemendaferðir með nemendur fædda árið 2011.

Verkefnið hófst á Íslandi í janúar 2023 og þá var ákveðið að 16 nemendur í Vatnsendaskóla fengju að fara í þessar þrjár ferðar ásamt tveimur kennurum úr skólanum.  Fyrsta ferðin var til Rúmeníu í lok september og þangað fóru 5 nemendur. Gist var í 10.000 manna þorpi í viku, þar sem heimamenn kynntu land og þjóð.

Ferð númer tvö var í apríl 2024 til Portúgal (Madeira) þangað fóru einnig 5 nemendur og tveir kennarar. Dagskráin í þeirri ferð snérist mjög mikið um útinám t.d  stjörnuskoðun, íþróttir á landi og sjó.  Þessi ferð heppnaðist mjög vel þar sem krakkarnir fengu að njóta sín í botn. Ásamt því að kynnast krökkunum frá öðrum löndum sem voru í ferðinni.  Síðasta og ekki síðsta nemendaferðin var til Grikklands þar sem litill bær var heimsóttur sem heitir Lamía. Í þá ferð fóru 6 nemendur ásamt tveimur kennurum, þar fórum við stjörnuskoðun og fengum fræðslu um plánetur frá stjörnufræðingi sem sér einnig um að taka myndir fyrir NASA.  Ásamt þessu öllu voru vinnustofur í skólanum hjá heimamönnum sem snérust um viðfangsnefnið. Þessi ferð heppnaðist mjög vel ásamt hinum ferðunum.

 

Verkefnið kláraðist í febrúar 2025 á Gran Kanarí þar sem einungis kennarar hittust til að ljúka og kynna verkefnið fyrir heimamönnum. Sjónvarpið og útvarpið mætti til að skoða afraksturinn af þessari vinnu . 19.mars var svo haldin kynning fyrir kennara Vatnsendaskóla þar sem verkefnið var kynnt, afrakstur og  myndir úr nemendaferðum sýndar.