Umsókn um leyfi / skólavist

Leyfi

Umsjónarkennarar eða ritari skólans geta gefið nemendum leyfi í einn dag en ef um lengri tíma er að ræða þarf að sækja um leyfið rafrænt á mínum Mentor (Mentor.is)   Skólastjórnendur þurfa að samþykkja leyfisbeiðnina. Leyfi í stakar kennslustundir er einnig skráð í Mentor, t.d. ef nemandi þarf til læknis, í sjúkraþjálfun eða þess háttar.

Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur”Úr lögum nr.91/2008 um grunnskóla, 15.gr“

Innritun í Vatnsendaskóla

  1. Til að sækja um skólavist þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á þjónustugátt Kópavogs 
  2. Fara í flokkinn „02 Grunnskólamál“ og fylla út eyðublaðið umsókn um skólavist í grunnskóla í Kópavogi“ og ýta á „senda“
  3. Þá kemur staðfesting að umsókn hafi verið móttekin
  4. Þegar starfsmaður skólans er búinn að samþykkja umsókn um skólavist fær forráðamaður 1 (eða sá sem sækir um fyrir nemandann) tölvupóst um beiðni um gögn
  5. Til að opna beiðnina þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum
  6. Fylla út eyðublað og senda
  7. Þá er nemandi kominn með staðfestingu á skólavist hjá viðkomandi skóla.

Innritun í Vatnsendaskóla – Nemendur sem eru með lögheimili utan Kópavogs

Þeir sem eru með lögheimili utan Kópavogsbæjar sækja um á þessu eyðublaði hér og samhliða verða nemendur að sækja um í sínu sveitarfélagi „skólavist í grunnskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda“   Sjá heimasíður sveitafélaganna.