Grænfáni í Vatnsendaskóla

Vatnsendaskóli er ekki lengur skóli á grænni grein hjá Landvernd. Skólinn hefur þrisvar fengið heimild til að flagga Grænfánanum:

  • í fyrsta sinn í september 2009
  • í annað sinn i janúar 2012
  • í þriðja sinn í mars 2014

Markmið skólans er að hver og einn nemandi læri að taka meiri ábyrgð á eigin umhverfi. Það er mikilvægt að nemendur læri að bera virðingu fyrir auðlindum okkar svo þær nýtist komandi kynslóðum sem best.

Starfandi er umhverfisnefnd við skólann og í henni sitja fulltrúi foreldra, kennara, starfsmanna, stjórnenda og fulltrúar nemenda. Umhverfisnefndin hittist öll um það bil tvisvar á skólaárinu auk þess sem hún hittist af og til í minni hópum.

Í skólanum er lögð áhersla á að fræða nemendur um mikilvægi þess að hugsa vel um umhverfið og náttúruna. Undanfarin ár hafa starfsmenn og nemendur skólans verið að flokka pappír og leitast við að endurnýta hann sem mest. Einnig er lífrænn úrgangur flokkaður í öllum kennslustofum, starfsmannastofu og mötuneyti nemenda.  Orkusparnaður er hafður að leiðarljósi og allir eru hvattir til að láta vatnið renna sem minnst úr krönunum og slökkva ljósin þegar gengið er út úr stofum. Í Vatnsendaskóla er ætlast til að nemendur drekki sem mest vatn og ef þeir koma með nesti í einnota umbúðum eiga þeir að taka umbúðirnar með sér heim. Lögð er áhersla á að nemendur átti sig á mikilvægi gróðurs og umgangist hann af virðingu. Skólaárin 2014-2016 verður lýðheilsa tekin fyrir.

Foreldrar eru hvattir til að ræða um umhverfismál við börn sín og skoða með þeim vefsíður um umhverfismál. Til dæmis má nefna að á vefsíðum Landverndar  http://landvernd.is/  og Umhverfisstofnunar http://ust.is/ má finna margskonar fróðleik.